Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Breiðablik skoraði níu gegn ÍA
Sara Svanhildur skoraði tvennu
Sara Svanhildur skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 1-9 Breiðablik
Mörk Blika: Birta Georgsdóttir , Agla María Albertsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Líf Joostdóttir van Bemmel, Karitas Tómasdóttir, Lilja og Sara Svanhildur Jóhannsdóttir x2.

Lengjudeildarlið ÍA og Íslandsmeistarar Breiðabliks mættust í æfingaleik um helgina.

Það var mikill munur á liðunum en Íslandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu níu mörk.

Liðin eru í fullum gangi í undirbúningi fyrir næsta tímabil en liðin hefja leik í Lengjubikarnum í næsta mánuði.

Breiðablik spilar í riðli 2 í A deild og mætir FH í Skessunni þann 2. febrúar. ÍA leikur í B deild en liðið fær KR í heimsókn þann 8. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner