Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger fær ekki að breyta rangstöðureglunni fyrir EM
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
IFAB, reglugerðarnefndin í alþjóðlegum fótbolta, hefur útilokað að rangstöðureglunni verði breytt fyrir EM næsta sumar út frá tillögu Arsene Wenger.

Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur kallað eftir breytingum á rangstöðureglunni fyrir EM alls staðar.

Nokkur mörk hafa verið dæmd af í ensku úrvalsdeildinni með hjálp VAR í vetur þar sem leikmenn hafa verið rangstæðir út af handakrika eða tám.

Wenger, sem vinnur núna í þróunarmálum hjá FIFA, telur að þessu þurfi að breyta en hann vill að sóknarmenn njóti vafans meira.

„Þú verður ekki rangstæður ef einhver hluti af líkamanum sem getur skorað mark er samsíða aftasta varnarmanni, jafnvel þó að aðrir líkamshlutar séu fyrir framan varnarmanninn," sagði Wenger um tillögu sína," sagði Wenger um tillögu sína.

Lukas Brud, framkvæmdastjóri reglugerðarnefndarinnar, segir að tillaga Wenger sé velkomin, en reglunum verði ekki breytt fyrir EM. Það þurfi að ræða málin vel og vandlega áður en fótboltalögum- og reglum er breytt.
Athugasemdir
banner
banner
banner