Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 20:53
Brynjar Ingi Erluson
„Besta sem ég hef séð frá honum í Íslandstreyjunni“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísak er búinn að eiga flottan leik
Ísak er búinn að eiga flottan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir fyrri hálfleik Kósóvó og Íslands í settinu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Íslenska liðið lenti undir á 19. mínútu eftir laglegt skot Lumbardh Dellova fyrir utan teig.

Orri Steinn Óskarsson jafnaði stuttu síðar eftir stórkostlega sendingu Ísaks Bergmanns Jóhannessonar.

„Við þurfum að díla við þetta betur, hvort við getum still varnarlínunni neðar er erfitt að segja. Oft er það góð leið og höfum svosem gert það áður en átti það við þarna? Ég veit það ekki alveg. Þetta er ping-pong inn í teig og fínt að hafa dýpt á vörninni þegar þú ert að verjast svona svo það séu ekki allir flatir í línu. Sverrir gerir vel og reynir að loka en finnst að miðjumenn eigi að sýna þessa dýpt á milli og vera að passa upp á að þetta gerist ekki,“ sagði Kári um markið sem Ísland fékk á sig.

Kári hefur þá verið sérstaklega hrifinn af frammistöðu Ísaks í kvöld.

„Þetta er frábærlega gert hjá Ísaki. Hann er í liðinu af því hann er frábær sendingamaður og fótboltamaður. Fyrir mér er þetta það besta sem ég hef séð frá honum í Íslandstreyjunni og besti maður fyrri hálfleiksins. Frábærlega gert hjá Ísaki og Orra.“

„Hann (Ísak) lítur alltaf fram á við og það er æðislegur eiginleiki til að vera með. Þeir eru að vinna mjög vel saman, hann og Hákon. Þegar Hákon fær boltann og hleypur með hann, þá er hann svo 'casual' á honum, snýr sér í hringi og finnur sendingar.“


Þá segir Kára að það sé ýmislegt sem megi bæta fyrir síðari hálfleikinn.

„'Transition-ið' á milli varnar og sóknar er ekki alveg niðurneglt. Ég var pínu frústreraður oft á tíðum að horfa á Víkingsliðið halda í boltann til eilífðarnóns og lúkkaði oft 'slow', en svo á náttúrulega að pikka upp hraðann þegar þetta er komið á síðasta þriðjung. Ég held að lykilatriðið sé að fóta sig í þessu og þurfum að vera aðeins kaldari að gefa á Hákon og Ísak. Gulli er mikið að finna sendinguna til baka.“

Lárus Orri er á því að Ísland eigi að vinna Kósóvó og vonar hann að Ísland haldi áfram að nýta sér svæðin á miðjunni.

„Erfitt að dæma um það. Þetta er klárlega lið sem við eigum að vinna, það er klárt mál. Við fáum oft heljarinnar pláss oft á tíðum á miðjunni en ég vil Hákon aðeins ofar á vellinum. Ef hann fær boltann ofar á vellinum nær hann alltaf að skapa hættu. Ísak er að fá mikið pláss á vellinum og ég veit ekki hvort þeir eru að leggja mikið upp úr því á að loka á Hákon, en þeir eru mjög opnir oft á tíðum. Ef við erum agaðir í varnarleiknum og pössum að þeir fái ekki þetta svæði á miðjunni þá er þetta lið sem við eigum að vinna,“ sagði Lárus Orri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner