Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
   fim 20. apríl 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Gústi Gylfa: Það er ekki fyrsta summan sem skiptir öllu máli
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst og Guðmundur Steinarsson sem kom nýr inn sem aðstoðarþjálfari í vetur.
Ágúst og Guðmundur Steinarsson sem kom nýr inn sem aðstoðarþjálfari í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það kemur mér svolítið á óvart að menn vilji ekki koma til okkar.  Við vorum einu stigi frá Evrópusæti í fyrra og maður skilur ekki ástæðuna fyrir því að menn komi ekki.
,,Það kemur mér svolítið á óvart að menn vilji ekki koma til okkar. Við vorum einu stigi frá Evrópusæti í fyrra og maður skilur ekki ástæðuna fyrir því að menn komi ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gústi fær ljósbláu peysuna sem hann mun klæðast á hliðarlínunni í sumar.
Gústi fær ljósbláu peysuna sem hann mun klæðast á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Twitter
„Þetta er kannski raunhæft miðað við það sem hefur gert frá því í fyrra. Við vorum í 4. sæti þá og grátlega nálægt því að komast í Evrópukeppnina," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, en liðinu er spáð 6. sæti í sumar af Fótbolta.net.

„Draumurinn er að gera betur en í fyrra og gera atlögu að Evrópusæti. Að sjálfsögðu stefnum við að því. Þetta þarf samt að vera raunhæft og kannski er sjötta sætið raunhæfara. Við sjáum hvað setur þegar mótið byrjar."

Fjölnismenn hafa misst nokkra öfluga leikmenn í vetur. Viðar Ari Jónsson fór meðal annars út til Brann en Ágúst spilaði þar á sínum tíma. Ágúst átti sinn þátt í félagaskiptunum.

„Viðar er búinn að standa sig vel með okkur og landsliðinu og það þurfti bara rétt að heyra í Brann og athuga hvort þeir hefðu áhuga. Þeir sýndu honum áhuga og fengu hann til sín. Hann var í hóp í síðasta leik og hann á bara eftir að fara upp á við þessi strákur," sagði Ágúst.

Vilja hjálpa strákum út í atvinnumennsku
Aron Sigurðarson fór til Tromsö í fyrra og Ágúst átti einnig þátt í þeim félagaskiptum en Fjölnismenn hafa reynt að hjálpa ungum leikmönnum sínum að komast að erlendis.

„Ég var með puttana í þessu. Það var draumur strákanna að fara út og vonandi eru þeir ánægðir með framlag mitt og framlag félagsins og koma til Fjölnis þegar þeir klára ferilinn."

„Við erum góður klúbbur og við erum með fleiri stráka sem geta upplifað það sem Viðar og Aron eru að gera. Þetta er okkar hlutskipti í íslenskum fótbolta í dag. Við þurfum líka að ná í árangri og gerum það með blöndu af FJölnisstrákum og svo eitthvað af útlendingum," segir Ágúst og viðurkennir að Fjölnir treysti á að leikmennirnir skapi meiri tekjur ef þeir verða seldir í ennþá stærri félög eftir dvöl hjá félögunum í Noregi.

„Það er ekki fyrst summan sem skiptir öllu máli heldur næsta summa sem er kannski tíu sinnum hærri en sú sem við seljum þá á. Þá koma peningarnir í kassann."

Ágúst segir að Fjölnir semji einnig við erlend félög á þeim forsendum að það hagnist félaginu líka á annan hátt.

„Við erum með meira inni í hlutunum. Við fáum að senda unga stráka til klúbbana í 2-3 ár á eftir og það hjálpar klúbbnum okkar að stíga næsta skref. Það ætti að vera gaman fyrir þessa ungu stráka að vera í Fjölni og eiga þennan möguleika. Við höfum sent sex stráka út til Tromsö og Brann undanfarin tvö ár og það hlýtur að gera mönnum gott."

Í leit að varnarmanni
Auk Viðars Ara þá er Tobias Salquist farinn úr vörninni frá því í fyrra. Króatíski varnarmaðurinn Ivica Dzolan kom til Fjölnis á dögunum en Ágúst vill fá einn annan leikmann í vörnina áður en mótið hefst.

„Það vantar aðeins meiri breidd og við erum að skoða leikmann í vörnina. Við erum líka með unga stráka sem eru að stíga upp og það er þeirra að standa sig. Það er nóg af leikmönnum í boði erlendis en þetta snýst ekki bara að velja út frá CV eða video. Maður þarf að þekkja hvernig karakterarnir eru og ég er í þeirri vinnu nuna. Ég er með mörg nöfn á blaði og það þarf að gera þetta vel."

Í vörninni er Hans Viktor Guðmundsson en hann vakti athygli í liði Fjölnis í fyrra og í vetur hefur hann borið fyrirliðabandið.

„Hans Viktor hefur staðið sig frábærlega vel. Hann er saga Fjölnis í hnotskurn. Þarna er late bloomer sem brillerar og hann hefur staðið sig frábærlega vel. Það verður gaman að fylgjast með Hansa í framtíðinni með okkur og U21 árs landsliðinu. Hansi getur náð langt í fótbolta með metnaðinum sem hann hefur," sagði Ágúst.

Hissa á að leikmenn vilji ekki koma í Fjölni
Fjölnismenn hafa verið rólegir á leikmannamarkaðinum í vetur en margir leikmenn hafa hafnað boði um að ganga til liðs við félagið.

„Við höfum fengið mikið af nei-um og markaðurinn hefur verið skelfilegur. Það kemur mér svolítið á óvart að menn vilji ekki koma til okkar. Við vorum einu stigi frá Evrópusæti í fyrra og maður skilur ekki ástæðuna fyrir því að menn komi ekki. Það truflar samt ekki neitt varðandi okkar uppstillingu. Við setjum meiri pressu á ungu strákana og þeir stíga upp. Við vorum að koma heim úr æfingaferð og helmingurinn í 24 manna hóp þar voru strákar í 2. flokki. Það er þeirra að stíga upp og vera stór hluti af þessum hóp."

Athygli vakti þegar Fjölnir samdi við Igor Taskovic sem Víkingur R. vildi ekki halda lengur í sínum hópi.

„Okkur vantaði reynslu í liðið í kringum þessa ungu stráka og við ákváðum að semja við Tasko. Hann er flottur karakter og góður í fótbolta. Hann er í ótrúlega flottu formi. Ég þurfti bara að sjá hann í innan við fimm mínútur til að sjá að ég vildi semja við hann. Hann er akkerið á miðjunni og er að þjóna akkúrat þeim tilgangi sem við vildum,"

Ljósblá peysa í ár
Fjölnir vann Bose-mótið fyrir áramót og endaði í öðru sæti í Reykjavíkurmótinu í byrjun árs. Síðan gekk liðinu illa í Lengjubikarnum.

„Það kom smá breyting á liðinu í febrúar. Við vorum að fá útlendinga inn í hópinn aftur og þá tók smá tíma að finna réttu taktík og réttu liðsuppstillinguna. Þá kom smá niðursveifla eins og við bjuggumst við. Þetta hefur verið svona undanfarin ár. Við höfum ekki verið að standa okkur vel í Lengjubikarnum. Við höfum síðan náð að toppa á réttum tíma og ég er klár á að við munum gera það þegar mótið byrjar," sagði Ágúst en hann spáir því að KR verði Íslandsmeistari í sumar.

„Ég hugsa að FH og KR verði að bítast um þetta og svo er spurning hverjir lenda í Evrópusæti. KR og FH eru með sterkustu hópana og ég held að þessi tvö lið verði á toppnum. Ég hugsa að KR taki þetta á endanum. Mér líst vel á þá í dag. Þeir eru með nýja útlendinga og eru ennþá með metnað og kraft. Þeir eru með frábæra reynslubolta í vörn, marki og víðar á vellinum. Svo eru þeir með mjög góða unga stráka sem eru að stíga upp og ég held að þetta sé besta blandan auk þess sem þeir eru með sigurvegara við stjórnvölinn í Willum (Þórssyni) og Arnari (Gunnlaugssyni)."

Ágúst hefur verið í litríkum peysum á hliðarlínunni hjá Fjölni undanfarin ár og í sumar verður hann í peysu sem er ljósblá á litin.

„Mér er afhent peysa í æfingaferðinni frá liðsstjórunum og það breytist ekkert. Núna fékk ég flotta ljósbláa peysu. Í fyrra var hún bleik og þar áður gul. Maður er litríkur í peysuvali og þetta er flott hjá þeim," sagði Gústi léttur.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net – 6. sæti: Fjölnir
Fyrirliðinn sem var í B-liði fyrir þremur árum
Hin hliðin - Birnir Snær Ingason
Athugasemdir
banner
banner
banner