Fjölnir í Pepsi-deild karla er spáð 6. sæti í deildinni. Í dag er það hinn ungi og efnilegi Birnir Snæra Ingason sem sýnir á sér hina hliðina. Hann vakti gríðarlega athygli með spilamennsku sinni í Pepsi-deildinni í fyrra.
Fullt nafn: Birnir Snær Ingason
Gælunafn sem þú þolir ekki: Binni er eitt sökkað nafn
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 3 ár síðan
Uppáhalds drykkur: Aqua
Uppáhalds matsölustaður: Eldgamli söbbinn spöng
Hvernig bíl áttu: Ekki neinn en fæ lánaðan Swiftara stundum
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: 70 min
Uppáhalds tónlistarmaður: Auðveldasta spurning I heimi sjálfögðu minn maður Justin Bieber
Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram
Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Dúllan á snapchat, Aron Skúli.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Brjóstsykur, Mars og Þristur.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Djöfull elska ég að finna á mér frá Viktori Ingasyni.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fylkir 4sho
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hlynur "Lenny" Gestsson
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Óli
Sætasti sigurinn: Blikarnir í vítaspyrnukeppni í bikarúrslitum í 2 flokk hann var sætur.
Mestu vonbrigðin: Missa af evrópusæti í fyrra.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ef Baldvin Borgars leikmaður vængi júpiters myndi drulla sér í stand þá er það klárlega hann.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Burtu með hlaupabrautina á laugardalsvellinum
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Tanja Rós Ingadóttir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Oliver Sigurjóns er einn sexy gæi maður.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Magnús Pétur hann er óþolandi á snapchat
Uppáhalds staður á Íslandi: Holan í Flétturima 31
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar félagi minn lenny sem hefur sjaldan verið þekktur fyrir það að vera snöggur missti boltann út á kanti á 90 mínútu og honum langaði svo fáranlega mikið að ná boltanum aftur en það var eins og hann væri að hlaupa aftur á bak því hann var svo gjörsamlega búinn á því.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Sjúga inn asthmalyfið mitt
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Örlitið með golfinu því ég dýrka hvíta hákarlinn.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sennilega er það náttúrufræðin þó ég sé seigur þar líka.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria
Vandræðalegasta augnablik: Man ekki neitt því miður.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Guðmund Þór Júliusson, Jón Jónsson og Ingimund Níels Óskarsson það er geggjaður félagskapur.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef orðið íslandsmeistari í golfi.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net – 6. sæti: Fjölnir
Gústi Gylfa: Það er ekki fyrsta summan sem skiptir öllu máli
Fyrirliðinn sem var í B-liði fyrir þremur árum
Athugasemdir