Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 11:42
Brynjar Ingi Erluson
Þurftu að fara í hálfleik vegna fjölskylduástæðna - Verða með í dag
Noussair Mazraoui
Noussair Mazraoui
Mynd: EPA
Victor Lindelöf
Victor Lindelöf
Mynd: EPA
Victor Lindelöf og Noussair Mazraoui, leikmenn Manchester United, verða með liðinu gegn Wolves í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa þurft að yfirgefa Old Trafford vegna persónulegra ástæðna.

Mazraoui var í byrjunarliði United gegn Lyon á meðan Lindelöf var á bekknum.

Lindelöf var sagt að hita upp í hálfleik og var að gera sig kláran að koma inn á, en allt í einu kom upp vandamál hjá báðum leikmönnum og þurftu þeir að láta sig hverfa af leikvanginum.

Staðarmiðlarnir í Manchester greindu frá því að það hafi verið vegna fjölskylduástæðna.

Luke Shaw kom inn fyrir Mazraoui í leiknum, en Ruben Amorim, stjóri félagsins, segir að nú séu þeir klárir í leikinn gegn Wolves sem fer fram í dag.

„Victor er klár í sláginn. Hann var að glíma við persónuleg vandamál eins og Nouss, þannig við urðum að leyfa þeim að fara. Allt er í lagi núna og ég veit að fótbolti er mikilvægur, en það eru hlutir í lífinu sem eru mikilvægari. Þeir verða klárir í slaginn gegn Wolves,“ sagði Amorim.

Allt endaði vel fyrir United á fimmtudag. Liðið átti stórkostlega endurkomu í framlengingunni og vann 5-4 sigur sem fleytti því áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner