Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. maí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
HM dómararnir dæma titilbaráttuleiki lokaumferðarinnar
Anthony Taylor dæmir á Anfield.
Anthony Taylor dæmir á Anfield.
Mynd: Getty Images
Liverpool er einu stigi á eftir Manchester City fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudag. Liverpool fær Wolves í heimsókn á sama tíma og Manchester City tekur á móti Aston Villa.

Búið er að opinbera að Michael Oliver muni dæma leik Manchester City og Aston Villa á meðan Anthony Taylor flautar leik Liverpool og Wolves.

Í gær var einmitt tilkynnt að Oliver og Taylor yrðu fulltrúar Englands í dómgæslunni á HM í Katar seinna á árinu.

Þrír reynsluboltar dæma í síðasta sinn í lokaumferðinni en þeir eru að leggja flauturnar á hilluna. Það eru Mike Dean, Martin Atkinson og Jon Moss.

Dean hefur gefið fleiri rauð spjöld en nokkur annar í sögu deildarinnar, 114 talsins, og fær tækifæri til að gefa sitt síðasta rauða spjald þegar Chelsea mætir Watford.

Martin Atkinson dæmir leik Crystal Palace og Manchester United og Moss dæmir viðureign Southampton og Leicester.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner