
Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var í skýjunum með að næla í þrjú stig gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag.
„Þetta var skrítinn leikur, við vorum ekki vissir hvort það yrði leikur það er búið að vera svo mikið rok hérna á Akureyri. Við erum nýbúnir að spila við þá og þetta eru fyrstu grasleikirnir, þetta var algjör rússíbani," sagði Láki.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 0 Leiknir R.
Láki var ánægður með leik sinna manna en hefði þó viljað gera út um leikinn.
„Þetta eru tvö jöfn lið. Leiknir er með marga sem eru búnir að spila í efstu deild og væntanlega gríðarleg vonbrigði þessar tvær ferðir til Akureyrar. Það er miki þroskamerki á liðinu, mikill munur frá því í fyrra," sagði Láki.
Þór sló Leikni út í Mjólkurbikarnum á dögunum. Liðið fær bikarmeistara Víkings í heimsókn í átta liða úrslitum.
„Líst rosalega vel á það. Það er ekki ósanngjarnt að segja að það sé besta liðið í dag, búnir að vinna alla leiki í deildinni og hafa ekki tapað í bikarnum síðan 2020," sagði Láki.
„Við vorum gríðarlega sáttir, sérstakelga að fá heimaleik, ég held að Leiknismenn séu búnir að finna vel fyrir því hvernigað ferðast tvisvar til Akureyrar í þessari viku, hvernig þetta er fyrir okkur."