Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. maí 2024 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sneri aftur á hliðarlínuna þegar hans menn unnu 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Arnar var í banni í síðasta leik gegn FH en sneri aftur í dag.

„Það var mjög gaman. Ég lofaði mömmu að ég ætlaði að haga mér vel. Vonandi gerði ég það," sagði Arnar léttur eftir leikinn. „Svo er ég ánægður með 1-4 á útivelli. Það er alltaf hrikalega öflugt. Ég er mjög ánægður."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Leikurinn í dag var býsna flottur hjá Víkingum heilt yfir. „Mér fannst það," sagði Arnar.

„Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá fannst mér við ekki nægilega vægðarlausir. Við vorum komnir í ansi margar góðar stöður til að gera fleiri mörk, en við ákváðum að vera full værukærir þegar við fengum þær stöður. En að vinna 1-4 á útivelli, það er erfitt að kvarta yfir því."

Danijel Dejan Djuric kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik gegn FH á bekknum. Hann kom ekkert við sögu í þeim leik en skoraði tvö í dag.

„Hann var verulega fúll með það strákurinn (að vera á bekknum gegn FH). En í staðinn fyrir að væla og skæla... hann æfir alltaf mjög vel og þetta var engin refsing. Við erum bara með mjög sterkan hóp og liðið sem spilaði gegn FH spilaði mjög vel og landaði góðum sigri. Svo kom hann aftur inn gegn Grindavík og stóð sig mjög vel þar."

„Hann er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar og að mínu mati búinn að vera einn sá besti í deildinni. En Kevin de Bruyne og Phil Foden spila ekki alla leiki. Það virkar ekki þannig. Stundum þarf hann að hvíla."

Breiddin hjá Víkingum er afar sterk. „Svo var Pablo á bekknum í dag. Það eru aðrir að stíga upp. Þetta er uppskriftin sem við ákváðum til að vera í möguleika á að vinna báða titla og standa okkur vel í Evrópu. Að mínu mati er þetta eina leiðin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar ræðir meira um leikinn í dag og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner