Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 20. maí 2024 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sneri aftur á hliðarlínuna þegar hans menn unnu 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Arnar var í banni í síðasta leik gegn FH en sneri aftur í dag.

„Það var mjög gaman. Ég lofaði mömmu að ég ætlaði að haga mér vel. Vonandi gerði ég það," sagði Arnar léttur eftir leikinn. „Svo er ég ánægður með 1-4 á útivelli. Það er alltaf hrikalega öflugt. Ég er mjög ánægður."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Leikurinn í dag var býsna flottur hjá Víkingum heilt yfir. „Mér fannst það," sagði Arnar.

„Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá fannst mér við ekki nægilega vægðarlausir. Við vorum komnir í ansi margar góðar stöður til að gera fleiri mörk, en við ákváðum að vera full værukærir þegar við fengum þær stöður. En að vinna 1-4 á útivelli, það er erfitt að kvarta yfir því."

Danijel Dejan Djuric kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik gegn FH á bekknum. Hann kom ekkert við sögu í þeim leik en skoraði tvö í dag.

„Hann var verulega fúll með það strákurinn (að vera á bekknum gegn FH). En í staðinn fyrir að væla og skæla... hann æfir alltaf mjög vel og þetta var engin refsing. Við erum bara með mjög sterkan hóp og liðið sem spilaði gegn FH spilaði mjög vel og landaði góðum sigri. Svo kom hann aftur inn gegn Grindavík og stóð sig mjög vel þar."

„Hann er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar og að mínu mati búinn að vera einn sá besti í deildinni. En Kevin de Bruyne og Phil Foden spila ekki alla leiki. Það virkar ekki þannig. Stundum þarf hann að hvíla."

Breiddin hjá Víkingum er afar sterk. „Svo var Pablo á bekknum í dag. Það eru aðrir að stíga upp. Þetta er uppskriftin sem við ákváðum til að vera í möguleika á að vinna báða titla og standa okkur vel í Evrópu. Að mínu mati er þetta eina leiðin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar ræðir meira um leikinn í dag og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner