Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mán 20. maí 2024 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sneri aftur á hliðarlínuna þegar hans menn unnu 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Arnar var í banni í síðasta leik gegn FH en sneri aftur í dag.

„Það var mjög gaman. Ég lofaði mömmu að ég ætlaði að haga mér vel. Vonandi gerði ég það," sagði Arnar léttur eftir leikinn. „Svo er ég ánægður með 1-4 á útivelli. Það er alltaf hrikalega öflugt. Ég er mjög ánægður."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Leikurinn í dag var býsna flottur hjá Víkingum heilt yfir. „Mér fannst það," sagði Arnar.

„Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá fannst mér við ekki nægilega vægðarlausir. Við vorum komnir í ansi margar góðar stöður til að gera fleiri mörk, en við ákváðum að vera full værukærir þegar við fengum þær stöður. En að vinna 1-4 á útivelli, það er erfitt að kvarta yfir því."

Danijel Dejan Djuric kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik gegn FH á bekknum. Hann kom ekkert við sögu í þeim leik en skoraði tvö í dag.

„Hann var verulega fúll með það strákurinn (að vera á bekknum gegn FH). En í staðinn fyrir að væla og skæla... hann æfir alltaf mjög vel og þetta var engin refsing. Við erum bara með mjög sterkan hóp og liðið sem spilaði gegn FH spilaði mjög vel og landaði góðum sigri. Svo kom hann aftur inn gegn Grindavík og stóð sig mjög vel þar."

„Hann er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar og að mínu mati búinn að vera einn sá besti í deildinni. En Kevin de Bruyne og Phil Foden spila ekki alla leiki. Það virkar ekki þannig. Stundum þarf hann að hvíla."

Breiddin hjá Víkingum er afar sterk. „Svo var Pablo á bekknum í dag. Það eru aðrir að stíga upp. Þetta er uppskriftin sem við ákváðum til að vera í möguleika á að vinna báða titla og standa okkur vel í Evrópu. Að mínu mati er þetta eina leiðin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar ræðir meira um leikinn í dag og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner