Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 20. maí 2024 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sneri aftur á hliðarlínuna þegar hans menn unnu 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Arnar var í banni í síðasta leik gegn FH en sneri aftur í dag.

„Það var mjög gaman. Ég lofaði mömmu að ég ætlaði að haga mér vel. Vonandi gerði ég það," sagði Arnar léttur eftir leikinn. „Svo er ég ánægður með 1-4 á útivelli. Það er alltaf hrikalega öflugt. Ég er mjög ánægður."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Leikurinn í dag var býsna flottur hjá Víkingum heilt yfir. „Mér fannst það," sagði Arnar.

„Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá fannst mér við ekki nægilega vægðarlausir. Við vorum komnir í ansi margar góðar stöður til að gera fleiri mörk, en við ákváðum að vera full værukærir þegar við fengum þær stöður. En að vinna 1-4 á útivelli, það er erfitt að kvarta yfir því."

Danijel Dejan Djuric kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik gegn FH á bekknum. Hann kom ekkert við sögu í þeim leik en skoraði tvö í dag.

„Hann var verulega fúll með það strákurinn (að vera á bekknum gegn FH). En í staðinn fyrir að væla og skæla... hann æfir alltaf mjög vel og þetta var engin refsing. Við erum bara með mjög sterkan hóp og liðið sem spilaði gegn FH spilaði mjög vel og landaði góðum sigri. Svo kom hann aftur inn gegn Grindavík og stóð sig mjög vel þar."

„Hann er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar og að mínu mati búinn að vera einn sá besti í deildinni. En Kevin de Bruyne og Phil Foden spila ekki alla leiki. Það virkar ekki þannig. Stundum þarf hann að hvíla."

Breiddin hjá Víkingum er afar sterk. „Svo var Pablo á bekknum í dag. Það eru aðrir að stíga upp. Þetta er uppskriftin sem við ákváðum til að vera í möguleika á að vinna báða titla og standa okkur vel í Evrópu. Að mínu mati er þetta eina leiðin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar ræðir meira um leikinn í dag og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner