Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mán 20. maí 2024 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus kom til baka eftir að hafa lent þremur mörkum undir
Hellas Verona verður áfram í Seríu A
Hellas Verona verður áfram í Seríu A
Mynd: EPA
Juventus átti magnaða endurkomu í 3-3 jafntefli liðsins gegn Bologna í 37. umferð Seríu A í kvöld.

Max Allegri var rekinn frá Juventus á dögunum eftir óviðeigandi hegðun hans í krinum úrslitaleik ítalska bikarsins og stýrði því Paolo Montero liðinu í kvöld.

Juventus lenti þremur mörkum undir. Riccardo Calafiori skoraði strax á 2. mínútu eftir hornspyrnu. Juventus-menn náðu engan veginn að hreinsa boltanum úr teignum og datt boltinn fyrir Calafiori í miðjum teignum, sem setti hann örugglega í netið.

Santiago Castro skallaði Bologna í tveggja marka forystu níu mínútum síðar. Stuðningsmenn Juventus voru óánægðir með þessa byrjun og fóru beint í það að kyrja söngva um Allegri.

Calafiori gerði annað mark sitt snemma í síðari hálfleiknum áður en Juventus tók við sér.

Federico Chiesa minnkaði muninn á 76. mínútu áður en þeir Arkadiusz Milik og Kenan Yildiz gerðu tvö mörk á tveimur mínútum til að bjarga stigi.

Ágætis redding hjá Juventus en liðið er þó fyrir neðan Bologna á markatölu fyrir lokaumferðina.

Hellas Verona hefur nú formlega bjargað sér frá falli eftir að liðið vann botnlið Salernitana, 2-1. Tomas Suslov og Michael Folorunsho skoruðu mörk Verona í fyrri hálfleiknum en Giulio Maggiore gerði eina mark Salernitana undir lok leiks.

Verona er nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar ein umferð er eftir.

Bologna 3 - 3 Juventus
1-0 Riccardo Calafiori ('2 )
2-0 Santiago Castro ('11 )
3-0 Riccardo Calafiori ('53 )
3-1 Federico Chiesa ('76 )
3-2 Arkadiusz Milik ('83 )
3-3 Kenan Yildiz ('84 )

Salernitana 1 - 2 Verona
0-1 Tomas Suslov ('22 )
0-2 Michael Folorunsho ('45 )
1-2 Giulio Maggiore ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 18 11 6 1 29 14 +15 39
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner