Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júní 2022 13:15
Fótbolti.net
Lið 7. umferðar - Bruno leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Bruno Soares er leikmaður umferðarinnar.
Bruno Soares er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: HK
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sjöunda umferð Lengjudeildarinnar var að mestu spiluð síðasta fimmtudag og henni lauk svo á laugardaginn. Hér má sjá úrvalslið umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar er brasilíski miðvörðurinn Bruno Soares sem var valinn maður leiksins í 1-0 útisigri HK gegn Fylki.

„Í dag var Bruno kletturinn sem HK fékk hann til að vera í vörninni. Rosalega margar sóknir Fylkis sem enduðu á honum," skrifaði Jón Már Ferro um frammistöðu hans.

HK-ingar hafa unnið þrjá leiki í röð, eru tveimur stigum frá toppsætinu og stigi á undan Fylki eftir úrslitin á fimmtudaginn. Leifur Andri Leifsson átti einnig mjög góðan leik í vörn Kópavogsliðsins og er í liði umferðarinnar. Þjálfari umferðarinnar er svo Ómar Ingi Guðmundsson, aðra umferðina í röð.

Kórdrengir unnu topplið Selfss 4-3 í æsilegum fótboltaleik. Sverrir Páll Hjaltested, lánsmaður frá Val, er kominn af meiðslalistanum og skoraði tvívegis fyrir Kórdrengi en hann var valinn maður leiksins. Þá er Arnleifur Hjörleifsson einnig í úrvalsliði umferðarinnar. Mikilvægur sigur fyrir Kórdrengi sem höfðu gert þrjú jafntefli í röð.

Kjartan Kári Halldórsson heldur áfram að spila frábærlega fyrir Gróttu en hann gerði eina mark leiksins í sigri gegn Þór. Hann er valinn í fjórða sinn í lið umferðarinnar. Gróttumenn eru aðeins einu stigi frá toppnum. Arnar Þór Helgason er einnig í úrvalsliðinu.

Sigurjón Rúnarsson var maður leiksins þegar Grindavík, sem er með þrettán stig líkt og Grótta, vann 2-1 sigur gegn KV.

Esteve Pena, markvörður Aftureldingar, var maður leiksins í 1-0 útisigri gegn Þrótti Vogum. Kári Steinn Hlífarsson skoraði eina mark leiksins.

Þá vann Vestri endurkomusigur gegn Fjölni. Nacho Gil er fulltrúi Vestra í liðinu. Hákon Ingi Jónsson skoraði mark Fjölnis og er einnig í úrvalsliðinu.



Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
lið 6. umferðar
lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner