Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 10:36
Elvar Geir Magnússon
KR búið að reka Gregg Ryder (Staðfest) - „Óviðunandi árangur“
Pálmi Rafn stýrir næsta leik
Gregg Ryder hefur verið látinn taka pokann sinn.
Gregg Ryder hefur verið látinn taka pokann sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur fengið það staðfest að búið sé að reka Gregg Ryder, þjálfara KR. Búist er við yfirlýsingu frá félaginu.

Illa hefur gengið hjá liðinu og eftir tap gegn ÍA á þriðjudag er það með ellefu stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Pálmi Rafn Pálmason, sem var hefur verið aðstoðarþjálfari Gregg hjá KR, mun stýra liðinu í leik liðsins á móti Víkingi næstkomandi laugardag.

Það var umdeild ákvörðun hjá KR þegar félagið ákvað að ráða Gregg til starfa fyrir tímabilið. Mikið var rætt um þjálfaraleit KR en félagið fékk ekki þá aðila sem efstir voru á blaði.

Í gær fóru svo háværar sögusagnir í gang um að Gregg væri kominn að leiðarlokum hjá félaginu. Stjórnin kom saman og var leikmönnum tilkynnt um niðurstöðuna í morgun.

Uppfært - Yfirlýsing frá KR:
Knattspyrnudeild KR hefur sagt upp samningi Gregg Ryder sem var ráðinn þjálfari mfl. karla síðastliðið haust. Ástæða uppsagnar er óviðunandi árangur liðsins það sem af er sumri.

Knattspyrnudeild KR þakkar Gregg fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar.

Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í leik liðsins á móti Víking næstkomandi laugardag.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner