Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli og bara aldrei." voru fyrstu viðbrögð Magnúsar Má Einarssonar þjálfara Aftureldingar eftir gegn ÍBV.
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Þeir fá eitt moment sem þeir skora úr sem við eigum að gera betur í.Mér fannst við spila allt í lagi en svo kemur mark í upphafi síðari hálfleiks og ég er ekki ánægður með hvernig strákarnir brugðust við því."
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 3 ÍBV
„Byrjunin á síðari hálfleik er gjörsamlega óboðleg og það var Aftureldingarlið á vellinum sem ég þekkti ekki þá og það er eitthvað sem á ekki að koma fyrir."
„Mér fannst hörku leikur í gangi í fyrri hálfleik. Þeir fá þarna eitt færi sem kemur eftir klaufagang hjá okkur, öðruleyti fannst mér við kannski vera að stýra leiknum meira með boltann og vera öflugri en þetta annað mark einhverneigin tekur mómentið og ég er bara ekki ánægður með strákanna í síðari hálfleik."
Afturelding fékk á sig mark eftir tvær mínútur í síðari hálfleik en hvað ræddi Magnús Már við strákanna sína í hálfleik
„Við ætluðum bara að keyra á þá áfram, okkur fannst við vera með hörkuleik í gangi og allar forsendur í gangi til að jafna leikinn og helst vinna hann þannig að þetta var bara ekki gott í seinni hálfleik."