Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 20. júlí 2019 19:24
Þorgeir Leó Gunnarsson
Sveinn Elías: Afturelding hrikalega sprækir
Sveinn Elías fyrirliði Þórs
Sveinn Elías fyrirliði Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór kíkti í heimsókn í Mosfellsbæinn og léku gegn heimamönnum í Aftureldingu í 13.umferð Inkasso-deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Þór og var það mark á 90.mínútu sem tryggði sigurinn. Sveinn Elías fyrirliði Þórs var himinlifandi með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að Þórsarar hafa oft spilað betur í sumar.

„Mér fannst leikurinn ekki fallegur. En ég er bara afskaplega feginn fyrir þessi þrjú stig og að við skildum ná að sigla þessa heim. Mér fannst við eiginlega aldrei ná góðum spilkafla í leiknum og Afturelding bara hrikalega sprækir í dag" Sagði Sveinn.

Þór situr í 2.sæti deildarinnar og framundan er spennandi toppbarátta um sæti í Pepsi Max deildinni. Sveinn segir markmiðin skýr fyrir norðan „Að sjálfsögðu. Við erum bara að horfa á það að fara upp. Það sem er kannski mikilvægt fyrir okkur er að við vorum að ná nokkrum leikmönnum. Rick kom til okkar um daginn og hafði ekki verið að spila mikið. Spánverjarnir okkar báðir hafa ekki verið að spila mikið. Allir þessir leikmenn spiluðu í dag og það er gott fyrir okkur" Sagði Sveinn Elías fyrirliði Þórs.

Nánar er rætt við Svein í viðtalinu hér fyrir ofan. Við biðjumst afsökunar á hljóðtruflunum í byrjun viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner