Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 20. júlí 2019 19:24
Þorgeir Leó Gunnarsson
Sveinn Elías: Afturelding hrikalega sprækir
Sveinn Elías fyrirliði Þórs
Sveinn Elías fyrirliði Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór kíkti í heimsókn í Mosfellsbæinn og léku gegn heimamönnum í Aftureldingu í 13.umferð Inkasso-deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Þór og var það mark á 90.mínútu sem tryggði sigurinn. Sveinn Elías fyrirliði Þórs var himinlifandi með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að Þórsarar hafa oft spilað betur í sumar.

„Mér fannst leikurinn ekki fallegur. En ég er bara afskaplega feginn fyrir þessi þrjú stig og að við skildum ná að sigla þessa heim. Mér fannst við eiginlega aldrei ná góðum spilkafla í leiknum og Afturelding bara hrikalega sprækir í dag" Sagði Sveinn.

Þór situr í 2.sæti deildarinnar og framundan er spennandi toppbarátta um sæti í Pepsi Max deildinni. Sveinn segir markmiðin skýr fyrir norðan „Að sjálfsögðu. Við erum bara að horfa á það að fara upp. Það sem er kannski mikilvægt fyrir okkur er að við vorum að ná nokkrum leikmönnum. Rick kom til okkar um daginn og hafði ekki verið að spila mikið. Spánverjarnir okkar báðir hafa ekki verið að spila mikið. Allir þessir leikmenn spiluðu í dag og það er gott fyrir okkur" Sagði Sveinn Elías fyrirliði Þórs.

Nánar er rætt við Svein í viðtalinu hér fyrir ofan. Við biðjumst afsökunar á hljóðtruflunum í byrjun viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner