Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 20. júlí 2019 19:24
Þorgeir Leó Gunnarsson
Sveinn Elías: Afturelding hrikalega sprækir
Sveinn Elías fyrirliði Þórs
Sveinn Elías fyrirliði Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór kíkti í heimsókn í Mosfellsbæinn og léku gegn heimamönnum í Aftureldingu í 13.umferð Inkasso-deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Þór og var það mark á 90.mínútu sem tryggði sigurinn. Sveinn Elías fyrirliði Þórs var himinlifandi með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að Þórsarar hafa oft spilað betur í sumar.

„Mér fannst leikurinn ekki fallegur. En ég er bara afskaplega feginn fyrir þessi þrjú stig og að við skildum ná að sigla þessa heim. Mér fannst við eiginlega aldrei ná góðum spilkafla í leiknum og Afturelding bara hrikalega sprækir í dag" Sagði Sveinn.

Þór situr í 2.sæti deildarinnar og framundan er spennandi toppbarátta um sæti í Pepsi Max deildinni. Sveinn segir markmiðin skýr fyrir norðan „Að sjálfsögðu. Við erum bara að horfa á það að fara upp. Það sem er kannski mikilvægt fyrir okkur er að við vorum að ná nokkrum leikmönnum. Rick kom til okkar um daginn og hafði ekki verið að spila mikið. Spánverjarnir okkar báðir hafa ekki verið að spila mikið. Allir þessir leikmenn spiluðu í dag og það er gott fyrir okkur" Sagði Sveinn Elías fyrirliði Þórs.

Nánar er rætt við Svein í viðtalinu hér fyrir ofan. Við biðjumst afsökunar á hljóðtruflunum í byrjun viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner