Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 20. júlí 2021 10:45
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar - Markvörður úr tapliði
Aron varði ítrekað frá FH úr dauðafærum.
Aron varði ítrekað frá FH úr dauðafærum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gísli Eyjólfsson var maður leiksins gegn KR.
Gísli Eyjólfsson var maður leiksins gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sjö af þeim leikmönnum sem skipa úrvalslið 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla eru valdir í úrvalsliðið í fyrsta sinn á þessu tímabili.

Óvæntustu úrslit umferðarinnar komu á Skaganum þar sem neðsta lið deildarinnar, ÍA, vann 2-1 sigur gegn toppliði Vals. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar.

Sindri Snær Magnússon var virkilega góður á miðjunni lék sinn besta leik í sumar. Hann var valinn maður leiksins. Varnarmaðurinn Alex Davey er einnig í úrvalsliðinu.



Aron Snær Friðriksson í Fylki er markvörður úrvalsliðsins þrátt fyrir að hafa verið í tapliði. Það er með hreinum ólíkindum að eki hafi verið skoruð fleiri mörk en eitt þegar FH lagði Árbæjarliðið 1-0 í Kaplakrika. Aron varði ítrekað úr dauðafærum og var án nokkurs vafa besti maður vallarins.

KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar. Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki var maður leiksins en Pálmi Rafn Pálmason í KR er einnig í úrvalsliðinu.

Leiknismenn unnu þriðja leik sinn af síðustu fjórum þegar þeir lögðu Stjörnuna 2-0 og slógu þar með stigamet félagsins í efstu deild. Hjalti Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann skoraði annað mark Breiðhyltinga. Miðjumaðurinn Emil Berger átti einnig frábæran leik.

Innkoma Kwame Quee á 56. mínútu breytti leiknum þegar Víkingur vann 2-1 endurkomusigur í Keflavík. Lagði upp eitt mark, nálægt því að leggja upp annað og hefði átt að skora eitt þegar hann var einn fyrir opnu marki undir lok leiks. Nikolaj Hansen var með mark og stoðsendingu.

Miðvörðurinn öflugi Dusan Brkovic lagði upp mark í 2-0 sigri KA gegn HK en var þar fyrir utan frábær í hjarta varnarinnar. Félagi Dusan í miðverðinum, Mikkel Qvist átti einnig flottan leik.

Sjá einnig:
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner