Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 13. júlí 2021 23:55
Fótbolti.net
Lið 12. umferðar - Sævar Atli í fjórða sinn
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í kvöld en umferðinni var skipt í tvennt. Tveir leikir með Evrópuliðum í eldlínunni voru leiknir í síðasta mánuði og svo fóru hinir fjórir fram núna í þessari viku.

Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt toppliði Vals til sigurs í stórleik gegn Breiðabliki 3-1 þann 16. júní. Birkir Heimisson var valinn maður leiksins og vinstri bakvörðurinn Johannes Vall er einnig í úrvalsliðinu, þar sem hann er þó látinn spila hægri bakvörð!

Sama dag gerðu FH og Stjarnan 1-1 jafntefli. Jónatan Ingi Jónsson skoraði mark FH og var valinn maður leiksins. Haraldur Björnsson markvörður var besti leikmaður Stjörnunnar og er hann í úrvalsliðinu í þriðja sinn.


Miðverðirnir Guðmundur Þór Júlíusson og Martin Rauschenberg í HK voru valdir bestu mennirnir þegar HK gerði markalaust jafntefli gegn Víkingi í Kórnum í kvöld.

Í kvöld vann Fylkir 2-1 sigur gegn KA, svakalega mikilvægur sigur Árbæinga. Besti maður vallarins var Orri Hrafn Kjartansson en hann skoraði sigurmarkið. Varnarmaðurinn Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrra mark þeirra appelsínugulu og Orrarnir eru báðir í úrvalsliðinu.

Kristinn Jónsson var maður leiksins þegar KR vann 1-0 heimasigur gegn Keflavík á Meistaravöllum.

Þá heldur heimavöllurinn áfram að gefa Leiknismönnum stig en liðið vann afskaplega mikilvægan sigur gegn ÍA 2-0. Sævar Atli Magnússon var valinn maður leiksins og er valinn í úrvalsliðið í fjórða sinn. Sævar skoraði fyrra markið í leiknum og Kólumbíumaðurinn Manga Escobar skoraði seinna markið, hans fyrsta mark fyrir Breiðholtsliðið.

Sjá einnig:
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner