Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. júlí 2021 10:15
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar - Valsmenn voru í essinu sínu
Orri Sigurður Ómarsson átti frábæran leik.
Orri Sigurður Ómarsson átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ellefta umferð Pepsi Max-deildar karla hófst á fimmtudaginn, tveir leikir voru á laugardag og tveir í gær. Umferðinni lýkur svo með leik Fylkis og HK sem fram fer á föstudaginn en leiknum var frestað þar sem stór hluti Árbæjarliðsins fór í sóttkví.

Þrátt fyrir að einum leik sé ólokið í umferðinni hefur úrvalslið Domino's verið sett saman en í Innkastinu sem kemur inn í dag verður opinberað hver er leikmaður umferðarinnar.



Valsmenn voru í essinu sínu á fimmtudag og unnu sannfærandi 2-0 sigur gegn FH. Orri Sigurður Ómarsson var frábær í vinstri bakverðinum, ekki hans uppáhalds staða og hann er í miðverðinum í úrvalsliðinu! Birkir Már Sævarsson átti einnig góðan leik og Kristinn Freyr Sigurðsson lagði upp fyrra mark leiksins sem Sigurður Egill Lárusson skoraði. Þeir eru allir í úrvalsliðinu.

Beitir Ólafsson var magnaður í marki KR-inga sem unnu KA-menn tíu gegn ellefu á Dalvík. Anton Ari Einarsson í Breiðabliki og hinn ungi Árni Marinó Einarsson í ÍA voru einnig flottir í umferðinni en því miður er bara pláss fyrir einn markvörð!

Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar eftir sigurinn fyrir norðan og þá er Kristinn Jónsson einnig í úrvalsliðinu en hann var baneitraður í leiknum.

Kristinn Steindórsson var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Leikni en hann kom Kópavogsliðinu á bragðið í leiknum. Damir Muminovic átti flottan leik í vörninni og bjargaði meðal annars á línu þegar Breiðhyltingar gátu jafnað í 1-1.

Keflvíkingar nýttu færin gegn Stjörnunni og unnu 3-2 útisigur þar sem Joey Gibbs skoraði tvö mörk. Frans Elvarsson var sem klettur í vörn Keflvíkinga en er settur á miðjuna í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner