Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 29. júní 2021 12:40
Fótbolti.net
Lið 10. umferðar - Margir valdir í fyrsta sinn
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ungstirnið Eggert Aron Guðmundsson.
Ungstirnið Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir á þrjá leikmenn í úrvalsliði tíundu umferðar Pepsi Max-deildarinnar en liðið vann mikilvægan sigur þegar var það fyrsta til að leggja Víking í deildinni.

Markvörðurinn Guy Smit átti mikilvægar vörslur, miðvörðurinn Brynjar Hlöðversson var frábær og Sævar Atli Magnússon heldur áfram að raða inn og skoraði bæði mörk Breiðhyltinga í 2-1 sigri. Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.



Stjarnan er komin á gott ról og vann 2-1 útisigur gegn KR eftir að hafa lent undir. Hinn sautján ára Eggert Aron Guðmundsson skoraði sigurmarkið á laglegan hátt og er í úrvalsliðinu, líkt og Elís Rafn Björnsson sem átti flottan leik í hjarta varnarinnar.

ÍA komst tveimur mörkum yfir gegn Keflavík en leikar enduðu 2-2. Alex Davey, varnarmaður ÍA, var valinn maður leiksins og Keflvíkingurinn Ingimundur Aron Guðnason er einnig í úrvalsliðinu.

Breiðablik skoraði tvö mörk á lokakaflanum og vann dramatískan 3-2 útisigur í Kópavogsslag gegn HK í Kórnum. Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins. Alexander Helgi Sigurðarson er einnig í úrvalsliðinu.

Birkir Heimisson var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Vals gegn Fylki og Björn Daníel Sverrisson fékk tækifæri í byrjunarliði FH og það skilaði sér í að hann var maður leiksins í jafntefli gegn KA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner