Leiknir á þrjá leikmenn í úrvalsliði tíundu umferðar Pepsi Max-deildarinnar en liðið vann mikilvægan sigur þegar var það fyrsta til að leggja Víking í deildinni.
Markvörðurinn Guy Smit átti mikilvægar vörslur, miðvörðurinn Brynjar Hlöðversson var frábær og Sævar Atli Magnússon heldur áfram að raða inn og skoraði bæði mörk Breiðhyltinga í 2-1 sigri. Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.
Markvörðurinn Guy Smit átti mikilvægar vörslur, miðvörðurinn Brynjar Hlöðversson var frábær og Sævar Atli Magnússon heldur áfram að raða inn og skoraði bæði mörk Breiðhyltinga í 2-1 sigri. Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.
Stjarnan er komin á gott ról og vann 2-1 útisigur gegn KR eftir að hafa lent undir. Hinn sautján ára Eggert Aron Guðmundsson skoraði sigurmarkið á laglegan hátt og er í úrvalsliðinu, líkt og Elís Rafn Björnsson sem átti flottan leik í hjarta varnarinnar.
ÍA komst tveimur mörkum yfir gegn Keflavík en leikar enduðu 2-2. Alex Davey, varnarmaður ÍA, var valinn maður leiksins og Keflvíkingurinn Ingimundur Aron Guðnason er einnig í úrvalsliðinu.
Breiðablik skoraði tvö mörk á lokakaflanum og vann dramatískan 3-2 útisigur í Kópavogsslag gegn HK í Kórnum. Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins. Alexander Helgi Sigurðarson er einnig í úrvalsliðinu.
Birkir Heimisson var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Vals gegn Fylki og Björn Daníel Sverrisson fékk tækifæri í byrjunarliði FH og það skilaði sér í að hann var maður leiksins í jafntefli gegn KA.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir