Ungmennastarf í fótbolta á Íslandi er að ganga afar vel ef marka má frábæran árangur íslenskra liða á unglingamótum að undanförnu.
4. flokkur karla hjá HK vann Helsinki Cup á dögunum eftir að hafa sigrað alla 10 leiki sína á mótinu og endað með markatöluna 36-2.
Bjarki Örn Brynjarsson bar fyrirliðabandið hjá HK og var valinn sem besti leikmaður mótsins. Fjölnir vann þá B úrslitakeppnina á mótinu.
Í U16 flokki kvenna fór Þróttur R. með sigur af hólmi á gríðarlega sterku Gothia móti sem er haldið í Gautaborg í Svíþjóð.
Þar vann Þróttur úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni við sænska liðið Lerum og var unglingalandsliðsstelpan Ninna Björk Þorsteinsdóttir valin best á mótinu.
Ninna er markvörður og var hún hetja Þróttar í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum eftir að hafa átt frábært mót.
Athugasemdir