Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   lau 20. júlí 2024 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Matip nálgast Leverkusen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru svo gott sem búnir að krækja sér í miðvörðinn Joel Matip á frjálsri sölu.

Matip gengur til liðs við félagið eftir átta ár hjá Liverpool og rúmlega 200 keppnisleiki fyrir stórveldið.

Matip er 32 ára gamall Kamerúni sem hætti þó að leika fyrir landsliðið sitt áður en hann gekk til liðs við Liverpool.

Matip hefur úr ýmsum tilboðum að velja í sumar en Leverkusen virðist vera langlíklegasti áfangastaðurinn.

Þýskir fréttamenn eru sammála um að þessi félagaskipti munu eiga sér stað á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner