Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   sun 20. ágúst 2017 10:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Ásgeir Eyþórsson ekki meira með Fylki í sumar
Ásgeir Eyþórsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fylki í sumar
Ásgeir Eyþórsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fylki í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson spilar ekki meira með Fylkismönnum í sumar í Inkasso deildinni. Ásgeir er á leið erlendis í nám og hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir Fylki á þessu tímabili.

Þetta staðfesti Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við fréttaritara Fótbolta.net eftir 4-1 sigur Fylkis á Leikni Fáskrúðsfirði í gær.

„Það er alltaf vont að missa góða menn en við erum með breiðan hóp og við höfum vitað af þessu í smá tíma. Það er alltaf vont að missa menn en við erum alveg með stráka til að leysa þá stöðu og erum ekkert að velta okkur of mikið upp úr því," sagði Helgi.

Ásgeir hefur verið fastamaður í vörn Fylkis í sumar sem er í harðri baráttunni um að komast aftur upp í Pepsi deildina.

Ásgeir kom við sögu í öllum 17 leikjum Fylkis í Inkasso deildinni hingað til og skoraði hann eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner