Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   sun 17. ágúst 2025 21:00
Baldvin Már Borgarsson
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Ingvar fór úr æfingapeysunni í dag og stóð á milli stanganna.
Ingvar fór úr æfingapeysunni í dag og stóð á milli stanganna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingvar Jónsson var sáttur með að halda hreinu og sækja 3 stig upp á Akranes í dag og þar með hjálpa Víkingum að komast nær Val í toppbaráttunni í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur.''


„Fótbolti er bara upp og niður, þetta er ekki alltaf kampavín og jarðaber. Við þurftum að sýna karakter eftir erfiðar síðustu vikur, eftir erfitt kvöld í Köben. Við erum ákveðnir í að ætla að snúa þessu við og við vitum að við erum besta lið deildarinnar.''


„Það er ekkert frábært að hafa ekki spilað leik í 4 vikur og spila svo, þjálfararnir ákveða þetta og ég þarf bara að vera fagmaður og styðja við Pálma.''


„Í gegnum tíðina hef ég alltaf dottið í eitthvað "zone" til þess að hjálpa liðinu mínu að vinna svona leiki, auðvitað tímasetningin hrikalega súr en maður grenjar það bara heima hjá sér og mætir með bros á vör í næsta verkefni.''

Nánar er rætt við Ingvar í spilaranum hér að ofan en þar fer hann meðal annars betur yfir samkeppnina við Pálma, bekkjarsetuna undanfarið og vonbrigðin í Köben.


Athugasemdir
banner