Ingvar Jónsson var sáttur með að halda hreinu og sækja 3 stig upp á Akranes í dag og þar með hjálpa Víkingum að komast nær Val í toppbaráttunni í Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Víkingur R.
„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur.''
„Fótbolti er bara upp og niður, þetta er ekki alltaf kampavín og jarðaber. Við þurftum að sýna karakter eftir erfiðar síðustu vikur, eftir erfitt kvöld í Köben. Við erum ákveðnir í að ætla að snúa þessu við og við vitum að við erum besta lið deildarinnar.''
„Það er ekkert frábært að hafa ekki spilað leik í 4 vikur og spila svo, þjálfararnir ákveða þetta og ég þarf bara að vera fagmaður og styðja við Pálma.''
„Í gegnum tíðina hef ég alltaf dottið í eitthvað "zone" til þess að hjálpa liðinu mínu að vinna svona leiki, auðvitað tímasetningin hrikalega súr en maður grenjar það bara heima hjá sér og mætir með bros á vör í næsta verkefni.''
Nánar er rætt við Ingvar í spilaranum hér að ofan en þar fer hann meðal annars betur yfir samkeppnina við Pálma, bekkjarsetuna undanfarið og vonbrigðin í Köben.