Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KF lauk frábæru tímabili á góðum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einherji 1 - 2 KF
0-1 Sævar Gylfason ('41)
1-1 Sigurður Donys Sigurðsson ('50, víti)
1-2 Alexander Már Þorláksson ('77)

Frábæru tímabili hjá KF lauk með góðum sigri á útivelli gegn Einherja í dag.

Sævar Gylfason skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og jafnaði SIgurður Donys Sigurðsson fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu á 60. mínútu.

Alexander Már Þorláksson, langmarkahæsti leikmaður 3. deildarinnar, gerði sigurmarkið á 77. mínútu. Alexander Már er kominn með 28 mörk í 21 deildarleik í sumar.

Leikurinn í dag var aðeins uppá stoltið þar sem KF var þegar búið að tryggja sér annað sætið. KF mun því spila í 2. deild á næstu leiktíð.

Einherji lýkur keppni rétt fyrir ofan fallsvæðið, með 24 stig úr 22 leikjum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner