Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsta mark Valgeirs felldi Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 0 Stjarnan
1-0 Valgeir Valgeirsson ('79 )
Rautt spjald: Birnir Snær Ingason, HK ('75)
Lestu um leikinn

Það var mikil dramatík í Kórnum í kvöld er heimamenn í HK unnu Stjörnuna með einu marki gegn engu.

Birnir Snær Ingason var rekinn af velli með sitt annað gula spjald fyrir dýfu á 75. mínútu en það var mjög umdeildur dómur.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði HK einum manni færri. Þar var að verki Valgeir Valgeirsson sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar.

Þessi úrslit þýða að Fylkir á ekki möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni og munu þeir því leika í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Það er Kópavogsslagur í lokaumferðinni er HK heimsækir Breiðablik í rosalegum leik þar sem Breiðablik berst um íslandsmeistaratitilinn og HK er tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner