Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. september 2022 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði lagði upp mark í framrúðubikarnum
Jón Daði í leik með Bolton
Jón Daði í leik með Bolton
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson lagði upp annað mark Bolton Wanderers er liðið tapaði fyrir Tranmere í vítakeppni í EFL-bikarnum í kvöld.

Selfyssingurinn er að stíga upp úr meiðslum en hann spilaði tuttugu mínútur í síðasta leik og var svo í byrjunarliðinu gegn Tranmere í kvöld.

EFL-bikarinn eða framrúðubikarinn eins og hann er oft kallaður er fyrir liðin í C- og D-deildum Englands ásamt unglinga- og varaliðum félaga í efstu tveimur deildunum.

Jón Daði spilaði allan leikinn gegn Tranmere og lagði upp jöfnunarmark liðsins seint í uppbótartíma.

Í riðlakeppninni er farið beint í vítakeppni ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma en þar hafði Tranmere betur, 5-4.

Bolton er með 4 stig í efsta sæti riðilsins eftir tvo leiki en liðið fær stig fyrir að hafa gert jafntefli eftir venjulegan leiktíma á meðan Tranmere fær tvö stig. Bolton mætir U21 árs liði Leeds í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner