Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 12:34
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lukaku og Martinez heitir í sigri á Sassuolo
Romelu Lukaku fer vel af stað á Ítalíu
Romelu Lukaku fer vel af stað á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Sassuolo 3 - 4 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('2 )
1-1 Domenico Berardi ('16 )
1-2 Romelu Lukaku ('38 )
1-3 Romelu Lukaku ('45 )
1-4 Lautaro Martinez ('71 , víti)
2-4 Filip Djuricic ('74 )
3-4 Jeremie Boga ('81 )

Inter vann Sassuolo í sjö marka leik í ítölsku deildinni í dag en belgíski framherjinn Romelu Lukaku heldur áfram að heilla.

Það var argentínski framherjinn Lautaro Martinez sem kom Inter yfir á 2. mínútu áður en Domenico Berardi jafnaði metin fjórtán mínútum síðar.

Lukaku bætti við tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var úti og átti svo möguleika á að fullkomna þrennu sína á 71. mínútu er Inter fékk víti. Martinez tók þó vítið og skoraði áður en Filip Djuricic og Jeremie Boga klóruðu í bakkann með tveimur mörkum.

Lokatölur 4-3 fyrir Inter sem er með 21 stig í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir meistaraliði Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner