Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 20. október 2019 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Fallhlífastökkvari truflaði leik Sassuolo og Inter
Það gerðist undarlegt atvik undir lok fyrri hálfleiks í leik Sassuolo og Inter á MAPEI-leikvanginum í dag.

Inter var 2-1 yfir gegn Sassuolo var Romelu Lukaku að undirbúa sig undir það að taka vítaspyrnu er það birtist maður í fallhlíf á vellinum.

Öryggisverðirnir voru svolítið seinir að átta sig á því að þetta var ekki partur af dagskránni og fjarlægðu svo manninn hálfri mínútu síðar.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner