Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luiz fékk rautt eftir mistök Mustafi - Chelsea skoraði úr víti
Luiz hissa á rauða spjaldinu.
Luiz hissa á rauða spjaldinu.
Mynd: Getty Images
Chelsea er komið 1-0 yfir gegn Arsenal á Stamford Bridge. Jorginho skoraði markið úr vítaspyrnu.

Staðan var 0-0 á 25. mínútu, en þá, allt í einu, gerði Shkodran Mustafi sig sekan um slæm mistök í vörn Arsenal. Alls ekki í fyrsta sinn sem það gerist.

Hann sendi hræðilega sendingu til baka sem Tammy Abraham, sóknarmaður Chelsea, komst inn í. Abraham fór fram hjá Bernd Leno, markverði Arsenal, og átti bara eftir að setja boltann í netið þegar David Luiz braut á honum.

Luiz, sem var að spila á sínum gamla heimavelli, fékk beint rautt spjald fyrir vikið. Hérna má sjá atvikið.

Jorginho fór á vítapunktinn og hann skoraði fram hjá Leno. Arsenal 1-0 undir og manni færri þegar fyrri hálfleikurinn er ekki einu sinni búinn.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner