fös 21. janúar 2022 22:30
Victor Pálsson
Cannavaro sagðist vilja vinna á Englandi - Hrósaði Pep og Klopp
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, er orðaður við stjórastarfið hjá Everton sem er laust þessa stundina.

Cannavaro er 48 ára gamall en hann vann HM með Ítalíu árið 2006 og lék með liðum á borð við Parma, Inter, Juventus og Real Madrid á ferlinum.

Cannavaro var síðast þjálfari landsliðs Kína árið 2019 og gerði fyrir það góða hluti með Guangzhou þar í landi.

Það er athyglisvert að rifja upp viðtal við Cannavaro frá árinu 2020 þar sem hann talar vel um ensku deildina og fylgist með öllu því sem fram fer.

Rafael Benitez var rekinn frá Everton fyrr í mánuðinum og eru þónokkur nöfn orðuð við félagið.

„Ég vona að ég geti unnið þar einn daginn. Ég horfi á hvern einasta leik í úrvalsdeildinni og er hrifinn af menningu landsins," sagði Cannavaro við Sky er hann starfaði í Kína.

„Auðvitað vil ég fá tækifæri í Evrópu, ég vil takast á við þá áskorun."

„Mér líkar við hugmyndafræði Jurgen Klopp og á sama tíma Pep Guardiola því við þurfum alltaf ákefð án bolta. Þú þarf hins vegar líka að stjórna leiknum og vinna."

„Ég er með mitt leikkerfi og vonandi þá fáið þið að kynnast því einn daginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner