Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   fös 21. janúar 2022 22:03
Victor Pálsson
England: 15 mínútum bætt við er Watford steinlá gegn Norwich
Watford 0 - 3 Norwich
0-1 Josh Sargent ('51 )
0-2 Josh Sargent ('74 )
0-3 Juraj Kucka ('90 , sjálfsmark)

Rautt spjald: Emmanuel Dennis, Watford ('78)

Watford er nú í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Norwich sem fór fram í kvöld.

Fyrir leikinn var Watford í 17. sæti deildarinnarm eð 14 stig og var Norwich sæti neðar með 13. Liðið vann Everton óvænt 2-1 í síðustu umferð.

Fyrri hálfleikurinn í kvöld var engin frábær skemmtun en fjörið hófst í þeim síðari er Norwich tók forystuna.

Bandaríkjamaðurinn Joshua Sargent skoraði fyrsta mark leiksins á 51. mínútu en hann afgreiddi þá fyrirgjöf Teemu Pukki frábærlega og boltinn í slá og inn.

Ekki löngu eftir það var gert um 12 mínútna hlé á leiknum þar sem rafmagnið sló að hluta til út og hafði það áhrif á flóðljós vallarins.

Að lokum var ákveðið að halda leik áfram þrátt fyrir þau vandræði og stuttu eftir þá ákvörðun var staðan orðin 2-0.

Sargent skoraði þá sitt annað mark fyrir Norwich og staðan óvænt orðin 2-0 fyrir gestunum.

Útlitið varð svo enn svartara fyrir Watford á 77. mínútu er Emmanuel Dennis fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

15 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þriðja mark Norwich kom á 92. mínútu er varamaðurinn Juraj Kucka skoraði mjög klaufalegt sjálfsmark til að gulltryggja gestunum stigin þrjú.

Frábær útisigur Norwich staðreynd og lyftir liðið sér úr fallsæti og fyrir ofan Watford í 16. sætið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner