Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. janúar 2022 22:47
Victor Pálsson
Ranieri biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: EPA
Claudio Ranieri, stjóri Watford, er talinn valtur í sessi eftir ansi slaka frammistöðu liðsins í síðustu leikjum.

Watford tapaði 3-0 heima gegn Norwich í kvöld og er nú í fallsæti þegar liðið hefur spilað 20 umferðir.

Ranieri var spurður út í eigin framtíð eftir leikinn í kvöld en hann segist vera í samvinnu með stjórn félagsins.

„Ég ræði við stjórnina á hverjum einasta degi og við stöndum saman í þessu," sagði Ranieri eftir leikinn.

Ranieri viðurkenndi jafnframt að frammistaðan hafi verið slök í kvöld og baðst afsökunar á spilamennskunni.

„Ég vil biðja stuðningsmennina afsökunar á frammistöðunni í kvöld," bætti Ítalinn við.
Athugasemdir
banner