Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. janúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lopetegui: Guedes vildi fara frá Wolves
Mynd: EPA
Julen Lopetegui, stjóri Wolves, óskar Goncalo Guedes alls hins besta hjá Benfica.

Guedes gekk í raðir Benfica á láni frá Wolves út þessa leiktíð en hann skoraði tvö mörk í 18 leikjum sínum með Úlfunum.

Hann náði aldrei að finna taktinn með Wolves og var óánægður hjá félaginu, aðeins hálfu ári eftir að hafa komið frá Valencia.

Lopetegui talaði um félagaskipti Guedes á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester City.

„Hann vildi fara og við óskum honum alls hins besta. Hann er rosalega góður leikmaður og ég held að hann verði ánægðari þarna,“ sagði Lopetegui.

„Ég vil frekar tala um þá leikmenn sem eru hér. Goncalo vildi fara og þú getur ekki haft leikmenn hérna sem eru ekki ánægðir. Við verðum að óska honum alls hins besta því mér finnst hann góður leikmaður og góður náungi,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner