Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum að þjálfa Grétar í miðverðinum"
Grétar gekk í raðir KR frá Fjölni eftir síðustu leiktíð.
Grétar gekk í raðir KR frá Fjölni eftir síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson gekk í raðir KR frá Fjölni eftir síðustu leiktíð.

Grétar er að upplagi miðjumaður en hann spilaði sem miðvörður í þriggja manna miðvarðarkerfi Fjölnis í fyrra. Hjá KR er hann hugsaður sem miðvörður.

Hann spilaði við hlið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar í hjarta varnarinnar í 8-2 sigri gegn Fram í Lengjubikarnum í gær.

„Við erum að þjálfa Grétar í miðverðinum og ætlum að reyna að sjá hann þar oftar. Við ætlum að sjá hvort hann geti fyllt þetta skarð sem Finnur Tómas skilur eftir sig en það er gríðarlega stórt," sagði Rúnar.

Finnur Tómas Pálmason yfirgaf herbúðir KR og samdi við Norrköping í Svíþjóð fyrir nokkrum vikum síðan.

Hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Rúnar.
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Athugasemdir
banner
banner