Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR leitar að aðstoðarþjálfara - Sigurvin á skýrslu í gær
Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, var á skýrslu hjá KR í gær.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, var á skýrslu hjá KR í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlegur missir að missa Bjarna," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Hann er þar að tala um Bjarna Guðjónsson sem er hættur sem aðstoðarþjálfari KR. Hann tók við U19 liði Norrköping í Svíþjóð.

Bjarni varð tvívegis Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari sem leikmaður KR. Hann var einnig aðstoðarþjálfari liðsins þegar það varð Íslandsmeistari árið 2019.

„Hann er frábær þjálfari og frábær vinur minn. Við náðum ofboðslega vel saman og mér leið vel að hafa Bjarna mér við hlið. Það er mikill söknuður af honum í félaginu öllu," sagði Rúnar eftir 8-2 sigur gegn Fram í Lengjubikarnum í gær.

„Hann er duglegur, rosalega vinnusamur og það er mikill söknuður af honum."

„Fyrir hans hönd er maður ánægður að hann fái þetta tækifæri. Ég hvatti hann í það að keyra á þetta og taka þetta tækifæri, þótt ég vildi ekki missa hann."

Sigurvin Ólafsson, fyrrum leikmaður KR og aðalþjálfari KV, var á skýrslu sem aðstoðarþjálfari KR í gær. Er hann kominn til að vera í því hlutverki?

„Við erum enn að skoða þau mál. Sigurvin er búinn að starfa hér í 2. flokki og með KV-liðið. Það eru miklar tengingar hér á milli og við viljum færa Sigurvin nær mér og aðalliði KR. Þetta var liður í því og það getur vel verið að hann muni vera miklu nær liðinu en verið hefur. Hann hefur mikla reynslu og hefur mikið fram að færa," sagði Rúnar.

Úlfur Blandon hefur einnig verið orðaður við stöðuna en Rúnar segist ekki hafa verið í sambandi við hann. „Ég þarf tíma til að velja rétta manninn og það eru ekki margir á lausu."
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Athugasemdir
banner
banner