Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 21. mars 2021 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Fjögur lið með sex stig í riðli 1
Alexander skoraði en GG tapaði.
Alexander skoraði en GG tapaði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið í C-deild Lengjubikars karla í dag.

Í riðli 1 vann Álafoss sinn fyrsta leik. Liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum fyrir leikinn gegn Skallagrími í dag. Álafoss missti mann af velli með rautt spjald á 30. mínútu en þá var staðan 2-0 fyrir Álafoss. Þeim tókst að landa sigrinum, 3-1, gegn Skallagrími sem hafði unnið fyrstu tvo leiki sína.

Það eru fjögur lið í A-riðli með sex stig eftir þrjá leiki og þar á meðal eru Vatnaliljur og GG sem mættust í dag. Vatnaliljur höfðu betur í leiknum, 3-1. Eitt lið kemst áfram upp úr riðlinum og akkúrat núna er Álftanes á toppnum á markatölu.

Stokkseyri hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í riðli 2. Þeir burstuðu Afríku í dag, 6-0.

Þá er KFR á toppnum í riðli 4 með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. KFR vann 4-0 sigur á KFB í dag. Þá gerðu Samherjar og Smári 1-1 jafntefli, en það var fyrsta stig beggja liða í mótinu.

Riðill 1
Álafoss 3 - 1 Skallagrímur
1-0 Kristinn Aron Hjartarson ('23)
2-0 Ingvi Þór Albertsson ('26)
2-1 Óttar Bergmann Kristinsson ('42)
3-1 Karabo Mgiba ('88)
Rautt spjald: Þorlákur Ari Ágústsson, Álafoss ('30)

Vatnaliljur 3 - 1 GG
1-0 Viktor Freyr Vilhjálmsson ('12)
2-0 Tómas Helgi Wehmeier ('44)
2-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('81)
3-1 Viktor Freyr Vilhjálmsson ('95)
Rautt spjald: Ólafur Reynir Ómarsson, GG ('93)

Riðill 2
Stokkseyri 6 - 0 Afríka
1-0 Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('8, víti)
2-0 Þórhallur Aron Másson ('34)
3-0 Luis Lucas António Cabambe ('51)
4-0 Elvar Guðberg Eiríksson ('59)
5-0 Hákon Logi Stefánsson ('74)
6-0 Jón Jökull Þráinsson ('82)
Rautt spjald: Thang Ninh Tang Nguyen, Afríka ('68), Vilson Siveja, Afríka ('81)

Riðill 4
KFR 4 - 0 KFB
1-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('34)
2-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('45)
3-0 Hjörvar Sigurðsson ('55)
4-0 Przemyslaw Bielawski ('73)

Samherjar 1 - 1 Smári
0-1 Tómas Bjartur Björnsson ('58)
1-1 Bjarki Már Hafliðason ('63)

Önnur úrslit í dag:
Lengjubikarinn: Kría skoraði fjögur gegn Herði
Athugasemdir
banner