Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 21. mars 2023 21:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona með forystu fyrir heimaleikinn
Mynd: EPA

Roma W 0 - 1 Barcelona W
0-1 Salma Paralluelo ('34 )


Barcelona er í fínni stöðu eftir sigur á Roma á Ítalíu í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Barcelona var með öll völd á vellinum en eina mark leiksins kom á 34. mínútu þegar Salma Paralluelo setti boltann í netið með góðu skoti í D-boganum.

Barcelona fékk helling af tækifærum til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki.

Síðari leikurinn fer fram í Barcelona næsta fimmtudag.


Athugasemdir
banner
banner