Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. apríl 2021 00:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirlýsing frá Ofurdeildinni: Fer í endurskoðun
Frá mótmælunum fyrir utan Stamford Bridge í kvöld
Frá mótmælunum fyrir utan Stamford Bridge í kvöld
Mynd: EPA
Ofurdeildin hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir tíðindi kvöldsins. Tólf félög eru á bakvið stofnun deildarinnar en sex þeirra hafa þegar sent frá sér yfirlýsingu, það eru þau sex félög sem koma frá Englandi.

Þá eru eftir þrjú ítölsk félög og þrjú spænsk félög.

Þar kemur fram að deildin og hvernig framkvæma skal hana sé í endurskoðun.

„Við leggjum til nýja keppni, vegna þess að sú núverandi virkar ekki. Enskir klúbbar hafa neyðst til að fara vegna þrýstings að utan,“ segir meðal annars í tilkynningunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner