Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 17:10
Brynjar Ingi Erluson
Flottur endurkomusigur hjá lærisveinum Freys
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu þriðja leikinn í röð
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu þriðja leikinn í röð
Mynd: Brann
Freyr Alexandersson og hans menn í norska liðinu Brann unnu þriðja leikinn í röð er það vann frábæran 2-1 endurkomusigur á Strömsgodset í 4. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Brann vann 2-1 endurkomusigur gegn Loga Tómassyni og félögum í Strömsgodset. Eggert Aron Guðmundsson var á miðsvæðinu hjá Brann og átti mjög góðan leik en Logi kom inn af bekknum hjá heimamönnum þegar tíu mínútur voru eftir.

Brann jafnaði á 77. mínútu og sigurmarkið seint í uppbótartíma.

Brann er komið með 9 stig og fer upp í 4. sæti deildarinnar en Strömsgodset í 9. sæti með 3 stig.

Viking sigraði Ham/Kam 5-2 í Íslendingaslag.

Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Ham/Kam á meðan Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn af bekknum hjá Viking í síðari hálfleik.

Sigurinn kom Viking upp í annað sætið með 9 stig en Ham/Kam er í 14. sæti með 3 stig.

Stefán Ingi Sigurðarson byrjaði inn á í 3-1 tapi Sandefjord gegn Fredrikstad. Sandefjord er aðeins með 3 stig eftir fjóra leiki.

Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður hjá Sarpsborg sem vann 3-1 sigur á KFUM Oslo. Sarpsborg er í 5. sæti með 7 stig.

Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson komu báðir við sögu er Álasund gerði markalaust jafntefli við Mjöndalen í B-deildinni.

Davíð byrjaði leikinn en Ólafur kom inn af bekknum þegar hálftími var til leiksloka. Álasund er í 7. sæti með 5 stig. Þá lagði Hinrik Harðarson upp mark í 2-1 sigri Odd gegn Lyn.
Athugasemdir
banner