Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
   fös 21. maí 2021 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes um landsliðið: Ekki mitt að svara fyrir það
Birkir er í landsliðshópnum en Hannes ekki.
Birkir er í landsliðshópnum en Hannes ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er léttir að við höfum klárað þetta. Þetta leit ekki sérstaklega vel út. Leiknismennirnir lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur mjög erfitt fyrir," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, eftir sigur á uppeldisfélagi sínu, Leikni, 1-0 í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Leiknir R.

„Við höfum þurft að hafa fyrir þessu á þessu tímabilinu sem gefur manni von um það að við eigum helling inni. Við erum sammála um að við eigum fullt inni en samt erum við búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við þurfum aðeins að fara að skerpa frammistöðuna í fyrri hálfleik sérstaklega."

Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og þar var ekki nafn Hannesar. Það kom á óvart enda er Hannes búinn að vera lykilmaður í landsliðinu síðustu ár.

„Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er eins og það er. Það verður að spyrja þjálfarana út í það."

„Þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Ég held að þetta verði skrautleg ferð, það taka ekki allir þátt í öllum leikjum og þannig. Þetta var svolítið fram og til baka (á milli Vals og KSÍ). Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem eru teknar, það verður að ræða við þjálfarana."

„Það var rætt við mig og farið yfir þetta. Þessi ferð þróaðist öðruvísi en upphaflega var planað, ég held að það hafi verið einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allt í góðu og við ræddum um framhaldið sem er í haust."

Hægt er að horfa á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner