Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 15:40
Aksentije Milisic
Alexandra gerði tvennu þegar hún og Sara Björk mættust

Alexandra Jóhannsdóttir gerði tvennu í dag þegar Fiorentina vann 4-2 sigur á Juventus í ítölsku deildinni í kvennaboltanum.


Alexandra spilaði um 70 mínútur í dag en hún var að mæta Söru Björk Gunnarsdóttur sem spilar með Juventus. Sara spilaði einnig 70 mínútur í dag en staðan var 3-2 Fiorentina í vil þegar þær voru teknar af velli.

Juventus er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil en liðið situr í öðru sæti deildarinnar, AS Roma varð meistari. Fiorentina er í fjórða sætinu en ein umferð er eftir af deildarkeppninni.

Þá lagði Selma Sól Magnúsdóttir upp tvö mörk fyrir Rosenborg í dag í norska boltanum en liðið vann afar sannfærandi sigur á Avaldsnes. Leiknum lauk með 6-0 sigri en Rosenborg er í öðru sætinu deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner