Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 11:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið West Ham og Leeds: Stóri Sam þarf sigur og gerir tvær breytingar
Declan Rice með bandið.
Declan Rice með bandið.
Mynd: EPA

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign West Ham og Leeds United í London.


West Ham er sex stigum fyrir ofan Leeds en gestirnir eru í fallsæti. Það er því hellingur undir í dag fyrir gestina en David Moyes og lærisveina hans eru öruggir með sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leeds þarf hins vegar nauðsynlega á sigrinum að halda en með sigri í dag fer liðið upp fyrir Everton og úr fallsæti.

West Ham komst í úrslitaleikinn í Sambandsdeildinni á fimmtudeginum síðastliðnum en liðið sló þá AZ Alkmaar úr keppni. Leeds gerði fjörugt 2-2 jafntefli gegn Newcastle í síðasta deildarleik sínum en þar klikkaði Patrick Bamford á vítaspyrnu.

David Moyes, stjóri West Ham, gerir fimm breytingar á sínu liði. Ben Johnson, Manuel Lanzini og Maxwel Cornet fá sér sæti á bekknum en þeir voru í liðinu í síðasta deildarleik sem tapaðist gegn Brentford. Flynn Downes og Nayef Aguerd eru þá ekki í hópnum.

Kurt Zouma og Vladimir Coufal eru í varnarlínunni og Declan Rice er með fyrirliðabandið á miðjunni. Þá byrjar Jarrod Bowen og Lucas Paqueta einnig.

Sam Allardyce, stjóri Leeds United, gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Newastle. Pascal Struijk og Adam Forshaw koma inn fyrir þá Junior Firpo og Sam Greenwood. Firpo er í leikbanni en Greenwood fær sér sæti á bekknum.

West Ham: Fabianski, Coufal, Emerson, Ogbonna, Zouma, Rice, Soucek, Paqueta, Fornals, Bowen, Ings.
(Varamenn: Areola, Johnson, Cresswell, Antonio, Lanzini, Cornet, Benrahma, Kehrer, Mubama.)

Leeds United: Robles, Ayling, Forshaw, Koch, Wober, Harrison, Rodrigo, Struijk, Kristensen, McKennie, Bamford.
(Varamenn: Meslier, Cooper, Aaronson, Roca, Summerville, Rutter, Gnonto, Greenwood, Chilokoa-Mullen.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner