Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 13:58
Aksentije Milisic
Danmörk: Alfreð sá rautt í fyrri hálfleik þegar Lyngby fékk skell
Mynd: Getty Images

Lyngby er að berjast fyrir lífi sínu í dönsku úrvalsdeildinni en liðið fékk OB í heimsókn í þriðju síðustu umferð úrslitakeppninnar.


Lyngby er þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar tvær umferðir eru nú eftir en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans fengu skell á heimavelli gegn OB.

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lyngby en hann fékk beint rautt spjald eftir 17 mínútna leik. Hann handlék þá knöttinn og bjargaði þannig marki. Dómari leiksins rak Alfreð af velli og OB skoraði úr spyrnunni.

Í kjölfarið gengu gestirnir á lagið og unnu öruggan 0-4 sigur. Góðu fréttirnar fyrir Lyngby eru þær að Aalborg BK tapaði sínum leik gegn Midtjylland og því er enn von fyrir Lyngby í baráttunni sem framundan er.

Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði allan leikinn fyrir Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni.


Athugasemdir
banner
banner