Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. maí 2023 13:30
Aksentije Milisic
England: Chelsea færist nær titlinum - Sex sigrar í röð
Magdalena skoraði í dag.
Magdalena skoraði í dag.
Mynd: Getty Images

Chelsea 2-0 Arsenal
1-0 Guro Reiten ('22)
2-0 Magdalena Eriksson ('41)


Stórslag var að ljúka í enska kvennaboltanum á Englandi en þar áttust við Chelsea og Arsenal. Þessi lið eru í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.

Chelsea varð enskur bikarmeistari á dögunum og nú er sá stóri einnig í augsýn. Liðið vann 2-0 sigur á Arsenal þar sem Guro Reiten og Magdalena Eriksson gerðu mörkin í fyrri hálfleiknum.

Þetta þýðir að Chelsea er nú með fimm stiga forskot á Manchester United sem situr í öðru sætinu en Chelsea á eftir einn leik. United á eftir að spila tvo en ljóst er ef að Man Utd nær ekki að vinna Manchester City í grannaslag á eftir þá verður Chelsea enskur meistari.

Sigri City nágrannaslaginn á eftir þá mun liðið jafna Arsenal að stigum fyrir lokaumferðina.


Stöðutaflan England Super league - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Manchester City W 19 16 1 2 54 12 +42 49
2 Chelsea W 18 15 1 2 53 14 +39 46
3 Arsenal W 19 14 1 4 45 18 +27 43
4 Manchester Utd W 19 9 5 5 41 25 +16 32
5 Liverpool W 19 9 5 5 27 25 +2 32
6 Tottenham W 18 7 5 6 25 31 -6 26
7 Aston Villa W 19 6 2 11 24 40 -16 20
8 Brighton W 19 5 3 11 25 41 -16 18
9 Everton W 19 5 3 11 17 34 -17 18
10 Leicester City W 19 4 5 10 25 39 -14 17
11 West Ham W 19 3 4 12 17 40 -23 13
12 Bristol City W 19 1 3 15 20 54 -34 6
Athugasemdir
banner
banner