Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 14:30
Aksentije Milisic
England: Útlitið orðið mjög svart hjá Leeds

West Ham 3 - 1 Leeds
0-1 Rodrigo ('17 )
1-1 Declan Rice ('32 )
2-1 Jarrod Bowen ('72 )
3-1 Manuel Lanzini ('90)


Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni áttust West Ham og Leeds United við í London en gestirnir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan West Ham spilar upp á stoltið.

Sam Allardyce og hans menn byrjuðu leikinn betur og sóttu töluvert til að byrja með. Það bar árangur á 17. mínútu en þá skoraði Rodrigo frábært mark. Weston McKennie tók langt innkast inn á vítateig West Ham og þar var Spánverjinn mættur og þrumaði knettinum á lofti í netið.

Eftir þetta vaknaði West Ham til lífsins og skoraði Declan Rice flott mark eftir smekklega sókn gestanna. Pablo Fornals fann Jarrod Bowen með flottri vippu, Bowen senti boltann fyrir á fjærstöngina og þar var fyrirliðinn mættur til að skora.

Staðan var jöfn í hálfleik en þegar átján mínútur voru til leiksloka skoraði Bowen og kom Hömrunum yfir. Í fyrstu var markið dæmt af vegna rangstöðu en VAR tók sér góðan tíma í að skoða atvikið áður en markið var dæmt. Í kjölfarið reyndi Leeds að jafna metin en West Ham fékk sýna sénsa eftir skyndisóknir.

Seint í uppbótartímanum gulltryggði Manuel Lanzini sigurinn fyrir West Ham eftir stórkostlegan undirbúning frá Lucas Paqueta. Útlitið er nú mjög svart fyrir Leeds en liðið tveimur stigum frá öruggu sæti þegar ein umferð er eftir. Leicester er einu stigi á eftir Leeds en á eftir að spila tvo leiki. West Ham er komið í fjórtánda sætið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir