Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. maí 2023 12:45
Aksentije Milisic
Ferdinand réttir Toney hjálparhönd: Verð til staðar ef hann hefur samband
Mynd: Getty Images

Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, var dæmdur í átta mánaða bann á dögunum fyrir brot á veðmálareglum. Bannið hefur strax tekið gildi og því var Toney ekki með Brentford í gær þegar liðið vann Tottenham Hotspur.


Hann má ekki spila fyrr en snemma á næsta ári en hann var ákærður fyrir að brjóta veðmálareglur 262 sinnum. Þá borgaði hann einnig sekt en þessi 27 ára gamli leikmaður hefur átt mjög gott tímabil með Brentford.

Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var á sínum tíma einnig dæmdur í átta mánaða bann en hann mætti þá ekki í lyfjapróf. Ferdinand tjáði sig um bannið sem Toney fékk og bauðst til að rétta honum hjálparhönd.

„Ef þú horfir á andlegu hliðina, þá er Ivan í mjög erfiðri stöðu,” sagði Rio. „Ég verð til staðar fyrir hann ef hann ákveður að taka upp tólið og hringja í mig. Ég hef farið í gegnum þetta.”

Thomas Frank, stjóri Brentford, sagði að framtíð Toney væri hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner