Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. maí 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fimmta félagið í sögunni til að vinna deildina þrjú ár í röð
Mynd: Getty Images
Manchester City varð í gær fimmta félagið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna titilinn þrjú ár í röð.

Lærisveinar Pep Guardiola unnu deildina í gær eftir að Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest með einu marki gegn engu.

Þetta var þriðji deildartitill Man City í röð og sá fimmti á síðustu sex árum.

Man City er aðeins fimmta liðið í sögunni til að vinna deildina þrjú ár í röð og fer því í sérstakan klúbb með Arsenal, Huddersfield, Liverpool og Manchester United.

Ekkert lið hefur unnið deildina fjórum sinnum í röð og gæti Man City því orðið fyrsta liðið til þess á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner