Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. maí 2023 15:33
Aksentije Milisic
Ítalía: Cremonese er fallið (Staðfest)
Fögnuðu ekki í dag.
Fögnuðu ekki í dag.
Mynd: EPA

Tveimur leikjum er lokið í ítalska boltanum í dag en Lecce og Spezia áttust við í miklum fallslag. Þá heimsótti Fiorentina lið Torino í þýðingalitum leik.



Lecce og Spezia gerðu jafntefli sem þýðir það að Cremonese er fallið en liðið getur ekki náð Spezia að stigum. Spezia er í síðasta örugga sætinu með 31 stig en Cremonese getur mest endað með 30 stig ef liðið vinnur síðustu tvo leiki sína. Sampdoria er þá einnig fallið í Serie B.

Baráttan verður hörð á milli Lecce, Spezia og Hellas Verona en þrjú stig skilja þessi lið að þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Því verður mikil spenna í fallbaráttunni og baráttunni um Evrópusætin í Serie A deildinni.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce í dag. Þá gerðu Torino og Fiorentina 1-1 jafntefli þar sem Serbinn Luka Jovic kom þeim fljólubláu í forystu áður en Antonio Sanabria jafnaði.

Lecce 0 - 0 Spezia

Torino 1 - 1 Fiorentina
0-1 Luka Jovic ('48 )
1-1 Antonio Sanabria ('66 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner