Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 21. maí 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Man City muni vinna þrennuna - „Guardiola einn sá besti í sögunni“
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, telur að Manchester City geti vel unnið þrennuna á þessu tímabili.

Man City varð enskur deildarmeistari í þriðja sinn í röð í gær og í fimmta sinn á síðustu sex árum.

Liðið er komið í úrslitaleiki í enska bikarnum og Meistaradeildinni og telur Carragher að liðið taki þrennuna í ár.

„Ég held að þeir eigi eftir að vinna þrennuna. Þeir eru líklegra liðið fyrir leikinn gegn Inter og það sama má segja um úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester United. Við eigum eftir að sjá hvort þeir geti gert þetta en það virðist vera þannig á hverju tímabili að liðið sé í baráttunni um þrennuna í apríl og maí.“

„Helstu áhyggjur annara liða er það að eina tímabilið þar sem liðið vann ekki deildina var þegar Liverpool tók hana. Liverpool varð að vinna 26 leiki og gera eitt jafntefli í fyrstu 27 leikjunum.“

„Pep Guardiola hefur hækkað staðalinn gífurlega og það er ekki bara Man City. Ef félagið væri með annan stjóra þá væri það ekki að ná þessum hæðum. Ég held að við séum að horfa á einn besta stjóra allra tíma og fyrir mér er það hann sem stendur upp úr þegar það kemur að árangri Man City,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner