Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Atlético upp fyrir nágranna sína í Real - Vinicius Jr rekinn af velli
Atlético Madríd er komið upp í 2. sætið í La Liga á Spáni eftir að liðið vann Osasuna 3-0 í 35. umferð deildarinnar í dag.

Yannick Carrasco gerði eina mark Atlético í fyrri hálfleik áður en þeir Saul Nigue og Angel Correa gerðu út um leikinn.

Real Madrid tapaði á meðan óvænt fyrir Valencia, 1-0, á Mestalla-leikvanginum. Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að slá leikmann Valencia.

Mikill æsingur var á vellinum og í raun ótrúlegt að enginn úr liði Valencia hafi fokið af velli. Einn þeirra tók Vinicius hálstaki en dómarinn sá ekkert athugavert við.

Vinicius er einn hæfileikaríkasti fótboltamaður heims en hann er þó allt annað en sáttur við meðferðina sem hann hefur fengið frá dómurum, leikmönnum og stuðningsmönnum liða í deildinni.

Lokatölur 1-0 Valencia í vil og Madrídingar nú í 3. sæti, stigi á eftir Atlético.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 3 - 0 Osasuna
1-0 Yannick Carrasco ('44 )
2-0 Saul Niguez ('62 )
3-0 Angel Correa ('82 )

Rayo Vallecano 1 - 2 Espanyol
0-1 Sergi Darder ('23 )
1-1 Raul De Tomas ('42 , víti)
1-2 Nicolas Melamed Ribaudo ('59 )

Valencia 1 - 0 Real Madrid
1-0 Diego Lopez Noguerol ('33 )
Rautt spjald: Vinicius Junior, Real Madrid ('90)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 16 14 5 50 26 +24 62
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
11 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 12 15 35 46 -11 36
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner