Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 18:12
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dortmund með níu fingur á titlinum - Lífsnauðsynlegur sigur Stuttgart
Sebastien Haller hefur komið að tólf mörkum í deildinni eftir áramót
Sebastien Haller hefur komið að tólf mörkum í deildinni eftir áramót
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Borussia Dortmund er nú komið með níu fingur á titilinn í Þýskalandi eftir að hafa unnið öruggan 3-0 sigur á Augsburg í næst síðustu umferð deildarinnar í dag.

Fílabeinsstrendingurinn Sebastien Haller skoraði tvívegis fyrir Dortmund.

Síðasta árið hefur reynst honum erfitt. Hann greindist með æxli í eista síðasta sumar en eftir að hafa sigrað þá baráttu mætti hann á völlinn í janúar og hefur síðan þá komið að 12 mörkum í deildinni.

Julian Brandt gerði þriðja og síðasta mark Dortmund undir lok leiks en Augsburg spilaði manni færri í klukkutíma. Dortmund er nú með 70 stig á toppnum, tveimur meira en Bayern München þegar ein umferð er eftir.

Dortmund spilar við Mainz í lokaumferðinni en liðið tapaði einmitt í dag fyrir Stuttgart, 4-1, í lífsnauðsynlegum leik fyrir Stuttgart.

Stuttgart var í fallsæti fyrir leikinn en með sigrinum er liðið komið upp í 15. sæti og var sennilega að bjarga sér frá falli. Stuttgart er með 32 stig og mætir Hoffenheim á heimavelli í lokaumferðinni.

Úrslit og markaskorarar:

Mainz 1 - 4 Stuttgart
1-0 Marcus Ingvartsen ('23 )
1-1 Wataru Endo ('41 )
1-2 Sehrou Guirassy ('64 )
1-3 Chris Fuhrich ('78 )
1-4 Tanguy Coulibaly ('90 )

Augsburg 0 - 3 Borussia D.
0-1 Sebastien Haller ('58 )
0-2 Sebastien Haller ('84 )
0-3 Julian Brandt ('90 )
Rautt spjald: Felix Ohis Uduokhai, Augsburg ('38)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner